REYKJAVIK AREA

Ferðaeyjan kynnir: BK kjúklingur

Ferðaeyjan kynnir: BK kjúklingur

INFORMATION

Grensásvegi 5

108 Reykjavík

588 8585

https://bkkjuklingur.is/

BK kjúklingur

BK kjúklingur hóf starfsemi í nóvember 1994 og er staðsettur á Grensásvegi 5, 108 Reykjavík, sími 588-8585.  Núverandi eigendur eru þeir þriðju frá upphafi og hafa þeir rekið staðinn frá 10. maí 2001. Nú starfa 8 manns hjá fyrirtækinu, margir þeirra hafa starfað lengi þar sem að starfsmannavelta er lítil og starfsandi góður.

Aðaláherslan er lögð á rétti úr sérmarinerðum grilluðum kjúkling, mest á heilsusamlega rétti sem henta þeim sem hugsa um heilsuna.  Einnig er þó boðið upp á djúpsteikta kjúklingabita og franskar handa þeim sem það vilja.  Jafnframt eru í boði ýmsar gerðir af samlokum og hamborgurum auk nokkurra mexíkanskra rétta.

Einnig er boðið upp á sérmatseðla fyrir íþróttahópa, skólaferðahópa og aðra stærri hópa.

Boðið er upp á heimsendingarþjónustu frá 11 – 22 alla daga, hægt að panta í síma 588-8585.

 

Kíktu á matseðillinn HÉR