WEST ICELAND
Nordic Green Travel kynnir: Krauma
Nordic Green Travel kynnir: Krauma

INFORMATION
Deildartunguhver
320 Reykholt (Borgarfirði)
www.krauma.is
Krauma
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver vatnsmesta hver í Evrópu sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Hverinn er skýrt dæmi um þá ógnarorku sem býr í jörðinni, en kraumandi hverinn spúir upp um 180 lítrum af 100°C heitu vatni á sekúndu.
Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar. Til að hámarka slökunina stendur gestum til boða að dvelja í hvíldarherbergi sem staðsett er á laugasvæðinu. Í herberginu er að finna þægilega legubekki þar sem gestir slaka á við ljúfa tónlist og snark frá arineldi.
Krauma býður upp á tvö gufuböð í aðskildum byggingum. Gufan er fengin með því að úða hveravatni inn í rýmin undir timburbekki sem eru í húsunum.
Krauma er staðsett hjá Deildartunguhver, 320 Reykholt á leið 50. Krauma er í 97 kílómetra (60 mílna) fjarlægð frá Reykjavík.