Börðu stuðningsmenn Marseille

Til átaka kom á bar í 11 hverfi Parísar í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn Marseille höfðu komið saman til að fylgjast með liði sínu keppa við Salzburg í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 

Eigandi barsins, Chope-Moi, sem er á Boulevard du Temple segir í samtali við Le Parisien að staðurinn hafi verið lagður í rúst. 

Framlengja þurfti leiknum og í framlengingu kom til átaka á milli stuðningsmanna Marseille og grímuklæddra manna sem ruddust inn og brutu allt og brömluðu. Þeir flúðu fljótt af vettvangi en samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum slösuðust níu gestir lítillega í átökunum. 

Marseille tryggði sér sæti í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í fót­bolta, þrátt fyr­ir 2:1-tap í fram­leng­ingu fyr­ir RB Salzburg í Aust­ur­ríki í gærkvöld. Marseille vann ein­vígið sam­an­lagt 3:2. 

Jafnframt kom til átaka á Champs-Elysées breiðgötunni milli stuðningsmanna Marseille og óþekktra einstaklinga. 

Weather

Cloudy

Today

10 °C

Overcast

Later today

10 °C

Overcast

Tomorrow

9 °C