4 Apr
„Veðurstofan er búin að vera að vinna fyrir okkur nýtt áhættumat í vetur, aðallega varðandi flóðamál sem gætu komið annars vegar niður Skjálfandafljót og hins vegar niður Jökulsá á Fjöllum,“ segir Hermann Karlsson, fulltrúi almannavarna og lögreglumaður á Norðurlandi.