Topic:

Kórónuveiran Covid-19

Upplýsingar um kórónuveiruna og einkenni hennar af vef embætti landlæknis

Einkenni kórónaveiru (COVID-19)

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einstaklingar með grunsamlega eða staðfesta sýkingu verða settir í einangrun skv. nánari leiðbeiningum . Einkennalausir einstaklingar sem hafa verið í samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví skv. nánari leiðbeiningum.

Upplýsingavefurinn Covid.is
Hvað felst í samkomubanni?
Upplýsingasíða embættis landlæknis um kórónuveiruna
Upplýsingar landlæknis fyrir atvinnulífið og ferðaþjónustu 
Spurningar og svör varðandi kórónuveiruna
Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi sóttkví í heimahúsi
Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi einangrun í heimahúsi
Leiðbeiningar fyrir áhættuhópaLeiðbeiningar um handþvott
Skilgreind svæði með smitáhættu
Ráðleggingar til ferðamanna
Information in English about the Coronavirus from the directorate of health in Iceland.

Katrín Jakobsdóttir í Stjórnarráðinu í morgun.

Heimsfaraldurinn var æfing í seiglu

10 Apr Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, segir að baráttan við heimsfaraldurinn standi upp úr þegar hún lítur yfir farinn veg sem forsætisráðherra.

Bólusetning við kórónuveirunni.

Engar aukaverkanir eftir 217 bólusetningar

6 Mar Þýskur karlmaður sem lét bólusetja sig gegn Covid-19 217 sinnum fékk engar aukaverkanir af sprautunum.

Þórólfur Guðnason.

„Við þurfum að vera tilbúin“

28 Feb Fjögur ár eru nú liðin frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist á Íslandi. Í hönd fór óvenjulegur tími sem ekki þarf að rifja sérstaklega upp fyrir lesendum.

Hæstiréttur staðfesti tvo dóma Landsréttar, þar sem tveimur hótelum ber að greiða fulla leigu þrátt fyrir takmarkanir stjórnvalda.

Hæstiréttur staðfestir efndaskyldu tveggja hótela

20 Feb Hæstiréttur hefur staðfest með tveimur dómum að annars vegar Flugleiðahótel verði að greiða Suðurhúsum ehf., í eigu Skúla Gunnar Sigfússonar sem iðulega er kenndur við Subway, tæpar 140 milljónir króna að viðbættum dráttarvöxtum vegna leiguskuldar.

Arnar Þór Jónsson var lögmaður mannsins.

Ríkið hafði betur gegn skjólstæðingi Arnars

19 Feb Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum manns um miskabætur vegna sóttkvíar sem honum var gert að sæta vegna sóttvarnaaðgerða í tengslum við útbreiðslu Covid-19.

Hópur norskra vísindamanna rannsakar verkun lyfsins Paxlovid gegn langvarandi einkennum kórónuveirusýkingar.

Lyf við langvarandi covid rannsakað

11 Feb Norskir vísindamenn framkvæma nú rannsókn á verkun lyfsins Paxlovid gegn langvarandi covid, það er að segja langvarandi sjúkdómseinkennum og -ástandi í kjölfar kórónuveirusýkingar, og kalla eftir 2.000 sjálfboðaliðum með covid-einkenni.

Heilbrigðisráðuneytið telur niðurstöðu OECD benda til þess að sóttvarnarráðstafanir hafi verið árangursríkar.

Færri dauðsföll á Íslandi en búast hefði mátt við

31 Jan Dauðsföll á Covid-19 tímanum voru færri en búast hefði mátt við miðað við fólksfjölgun og aldurssamsetningu þjóðar. Aðeins á Nýja-Sjálandi var hlutfall umframdauðsfalla lægra.

'We still have around 10,000 Covid deaths per month' says WHO

Segir 10 þúsund deyja úr Covid í hverjum mánuði

12 Jan Tæknilegur stjórnandi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, þegar kemur að Covid-19, Dr. Maria Van Kerkhove, segir að á heimsvísu deyi enn um 10 þúsund manns í hverjum mánuði af völdum sjúkdómsins.

„Sem öldrunarlæknir þá hitti ég fólk á göngudeild og ég hef tekið eftir því hjá mínum sjúklingum, sem ég hef verið að fylgja eftir, að þeim hefur hrakað meira en ég hefði búist við.“

Eldri borgarar verr staddir eftir faraldurinn

11 Jan „Mín tilfinning er sú að ástandið á eldri borgurum hérna á Akureyri hafi versnað mikið eftir covid-faraldurinn,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Rishi Shunak á fundi rannsóknarnefndarinnar.

Finnur til með þeim sem misstu ástvini

11 Dec Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist finna mikið til með þeim sem misstu einhvern eða einhverja úr fjölskyldu sinni á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Sunna Símonardóttir (t.v.) og Ásdís Aðalbjörg Arnalds (t.h.).

Opnaðist gluggi í Covid til að eignast barn

10 Dec „Það skapaðist bara einhver stemming í Covid,“ segir Ásdís Aðalbjörg Arnalds, doktor í félagsfræði, varðandi óvænta aukningu fæðingartíðni árið 2021.

Boris Johnson við skýrslutökuna í dag.

Johnson bað fjölskyldur afsökunar

6 Dec Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á þeim þjáningum og missi sem kórónuveirufaraldurinn olli í Bretlandi. Johnson situr í dag fyrir svörum sérstakrar nefndar sem rannsakar viðbrögð breskra stjórnvalda við faraldrinum.

Um leið er mikilvægt að taka fram að þrátt fyrir að tekist hafi að halda skólum að mestu leyti opnum á Íslandi hafði faraldurinn engu að síður margvísleg áhrif á nemendur, kennara og skólastarf, segir í skýrslunni.

Covid hafði áhrif á árangur

5 Dec Nemendur sem tóku þátt í PISA 2022 voru á 14. ári þegar heimsfaraldur Covid-19 reið fyrst yfir og raskanir urðu á námi þessara nemenda í öllum þátttökulöndum. Þróun frammistöðu í PISA bendir til að þessar raskanir hafi bitnað á árangri.

Lífslíkur Bandaríkjamanna aukast á ný eftir heimsfaraldurinn.

Lífslíkur aukast á ný eftir faraldur

29 Nov Lífslíkur Bandaríkjamanna jukust á ný á síðasta ári eftir að hafa minnkað mikið í heimsfaraldri kórónuveiru. Lífslíkurnar eru þó ekki jafn miklar og þær voru fyrir heimsfaraldur.

Stökkbreytta ómíkron-veiran, gul á litinn, raðar sér utan á frumur og sætir lagi að smjúga inn í þær.

Ómíkron hvergi á förum

24 Nov Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er hvergi nærri dautt úr öllum æðum segir í umfjöllun New York Times sem segir ómíkron enn – tveimur árum eftir að afbrigðið greindist fyrst í Botswana og Suður-Afríku í nóvember 2021 – bráðsmitandi auk þess sem það hafi getið af sér fleiri veiruafbrigði sem mörg hver standi bólusetningarlyfin af sér.

Weather

Partly cloudy

Today

10 °C

Clear sky

Tomorrow

9 °C

Clear sky

Saturday

9 °C