Topic:

EM 2016 í fótbolta

Ísland leikur á EM karla í Frakklandi 2016 og dregið var í riðla 12. desember.

Danska liðið fagnar eftir að hafa slegið Evrópumeistarana út.

Danir slógu Evrópumeistarana úr leik

30 Jul 2017 Danmörk sigraði Þýskaland 2:1 í átta liða úrslitum EM í Hollandi nú í morgun. Danir byrjuðu leikinn illa, sem ríkjandi Evrópumeistararnir refsuðu fyrir og skoruðu strax á þriðju mínútu. Markið var afar klaufalegt, en skot Isabel Kerschowski fór beint á markvörð Dana, Stinu Lykke Pedersen, sem náði þó ekki að verjast.

Bláleitt mannhaf tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom heim frá frægðarför á Evrópumótið í Frakklandi. Áætlað er að á fjórða tug þúsunda hafi verið í miðbænum.

Landsliðið tilnefnt til verðlauna – almenningur kýs

23 Jan 2017 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem og íslenska þjóðin koma til greina í flokknum „Besta augnablik íþróttaársins“ sem hluti er af Laureus-verðlaununum.

Myndskeið frá íþróttadeild

Enska liðið mætti með smá hroka

29 Dec 2016 Heimildarmyndin Ég er kominn heim verður sýnd annað kvöld klukkan átta í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Fjallar myndin um ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi í sumar.

Stjórn Tólfunnar hefur samþykkt að aðstoða við söfnunina og við að gera upplifun þeirra Adam og Catherine á Íslandi sem eftirminnilegasta.

Þakklát fyrir boðið til Íslands

9 Aug 2016 „Þau eru svo gríðarlega spennt og þakklát fyrir það sem allir hafa verið að bjóða þeim, þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson, sem í síðasta mánuði fékk þá hugmynd að bjóða breskum stuðningsmanni Íslands sem stunginn var í París hingað til lands.

Íslenskir áhangendur á EM í Frakklandi.

Notkun gagnamagns jókst um 600%

28 Jul 2016 Gagnamagnsumferð viðskiptavina Vodafone sem voru á ferð í Frakklandi í júní jókst um ríflega 600% á hvern notanda miðað við sama tímabil í fyrra.

Gary Neville hjólar um götur Chantilly í Frakklandi í sumar.

Trúir ekki enn tapinu gegn Íslandi

24 Jul 2016 Englendingar eru hægt og rólega að brjóta sig úr skelinni eftir 2:1 tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Gary Neville, sem var í þjálfarateymi enska liðsins á mótinu, ræddi tap Englands gegn Íslandi á EM í Frakklandi við Sunday Times.

Hannes Þór Halldórsson með boltann í höndunum en Harry Kane fórnar höndum. Ísland vann England, 2:1, í 16-liða úrslitum á EM.

Hló eftir leik Íslands og var kýld

22 Jul 2016 Bresk kona á þrítugsaldri var kýld í andlitið eftir leik Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu en fyrir dómi kom fram að hún hefði hlegið að Englendingum eftir leikinn með þeim afleiðingum að vinur hennar gaf henni einn á kjammann.

Kári Árnason vinnur hér skallaeinvígi við Wayne Rooney sem leiddi til marks Ragnars Sigurðssonar í leik Íslands gegn Englandi á EM 2016.

Skrýtið að láta Rooney dekka mig

22 Jul 2016 Tæpar þrjár vikur eru síðan íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var slegið út af Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins og leikmenn liðsins eru þessa stundina að melta gleðistundir af mótinu og vonbrigðin þegar gestgjafarnir slógu okkur niður á jörðina. Kári Árnason fer um víðan völl í samtali við fotballskanalen sem birtist í dag.

Liðsmynd af Portúgal eftir að liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu karla árið 2016.

Hver var besti leikurinn á EM?

21 Jul 2016 Heimasíða UEFA hefur litið yfir þá 51 leiki sem fram fóru á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í Frakklandi fyrr í sumar og valið þá fimm skemmtilegustu leiki mótins. Einn leikjanna vekur upp blendnar tilfinningar hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum.

Færði Lars skopmynd að kveðjugjöf

19 Jul 2016 „Þetta var svona draumurinn, að hlaupa í burtu með bikarinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um skopmynd sem hann færði Lars Lagerbäck, meðþjálfara sínum, að kveðjugjöf skömmu fyrir starfslok hans.

Gestir safnsins eru byrjaðir að láta taka af sér myndir með boltann.

Sögufrægur EM-bolti til sýnis

16 Jul 2016 Sögufrægur knöttur sem var notaður í margrómuðum leik Íslands og Englands á EM 2016 hefur verið afhentur Þjóðminjasafni Íslands. Hann verður til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag, laugardag, frá kl. 13 til 16.

Marc Wilmots var rekinn úr starfi í dag.

Belgar reka Wilmots

15 Jul 2016 Belgíska knattspyrnusambandið rak í dag landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, Marc Wilmots, úr starfi en liðið olli mörgum Belgum vonbrigðum á mótinu.

José Mourinho.

Mourinho reiknaði ekki með sigri Íslands

15 Jul 2016 Sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitunum Evrópumótsins í knattspyrnu hefur það í för með sér fyrir ensku landsliðsmennina í Manchester United, þá Wayne Rooney, Chris Smalling og Marcus Rashford, að þeir munu allir fara í æfingaferð Manchester United til Kína á næstu dögum.

Það verður ekki tekið af Griezmann að hann afgreiddi boltann laglega í netið gegn Íslendingum á EM. Hér sést hann vippa yfir Hannes Þór Halldórsson er hann komst einn í gegn.

Mark Griezmann gegn Íslandi á topplistanum - myndskeið

15 Jul 2016 Tækn­i­nefnd UEFA hefur valið tíu bestu mörk nýliðins Evrópumóts í knattspyrnu karla, en nefndina skipa meðal annars menn eins og sir Alex Ferguson, David Moyes, Savo Milosevic og Gareth Southgate.

Ragnar Sigurðsson reynir hjólhestaspyrnu í leik Íslands og Englands á EM 2016.

Íslandstístið vinsælast

13 Jul 2016 Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu karla eru enn að melta tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins. Gary Lineker, íþróttafréttamaður BBC, var ansi argur þegar úrslitin lágu ljós fyrir og sagði tapið það versta í sögu enskrar knattspyrnu. Tísti hans var oftast endurtíst af þeim tístum sem fjölluðu um mótið.

Weather

Cloudy

Today

1 °C

Overcast

Later today

2 °C

Overcast

Tomorrow

9 °C