Topic:

Iceland Airwaves

Fréttir frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.

Frá Iceland Airwaves í Vodafone-höllinni árið 2015.

Gamla Airwaves gjaldþrota

25 Jan Fyrrverandi rekstrarfélag utan um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, IA tónlistarhátíð ehf., hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Það var gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar.

Davíð Þór Katrínarson á sviðinu á Iceland Airwaves á fimmtudaginn.

Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara

3 Nov Davíð Þór Katrín­ar­son er nýr liðsmaður í Hat­ara.

Steinunn Ólína ásamt dóttur sinni.

Steinunn Ólína lét sig ekki vanta

3 Nov Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir átti fríkvöld frá leikhúsinu og kíkti á opnunarkvöld Iceland Airwaves.

Iceland Airwaves 2020 - Live from Reykjavík verður sýnt í nóvember á Rúv.

Íslandsstofa og Iceland Airwaves verða Live from Reykjavík

5 Oct 2020 Íslandsstofa hefur fyrir hönd markaðsverkefnisins „Ísland – saman í sókn“ gert samkomulag við Iceland Airwaves um framkvæmd tónlistarhátíðarinnar Live from Reykjavík, í samstarfi við RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair og Landsbankann.

Iceland Airwaves hefur verið frestað til 2021.

Iceland Airwaves frestað til 2021

26 Aug 2020 Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem fram átti að fara í nóvember á þessu ári hefur verið frestað til ársins 2021. Hátíðin mun fara fram 3.-6. nóvember á næsta ári.

Uppsögn 114 flugmanna Icelandair afturkölluð.

Uppsagnir flugmanna Icelandair afturkallaðar

16 Jul 2020 Icelandair hyggst afturkalla 114 uppsagnir flugmanna og bjóða þeim áframhaldandi starf hjá félaginu. Alls verða þá 139 í fullu starfi hjá félaginu frá og með 1. ágúst n.k., en 421 flugmanni var sagt upp í apríl s.l..

Daði Freyr mun stíga á stokk á Iceland Airwaves í nóvember.

Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves

16 Jun 2020 Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson mun koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í nóvember næstkomandi. Þetta verða einu stórtónleikar Daða á Íslandi á þessu ári.

Auður tryllti lýðinn á Listasafni Reykjavíkur á laugardagskvöld.

„Búið að bjarga hátíðinni“

11 Nov 2019 „Við erum rosalega ánægð með hvernig þetta gekk allt og erum að fá jákvæð viðbrögð. Þetta er tveggja ára erfiðisvinna að baki,“ segir Ísleif­ur B. Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Airwaves. Hátiðin um helgina var önnur hátíðin sem haldin er undir merkjum Senu, en Iceland Airwaves hefur sett svip sinn á tónlistarlífið í borginni síðustu 20 ár.

Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves eftir 5 ára hlé.

Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves

4 Sep 2019 Íslenska hljómsveitin Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves eftir fimm ára hlé. Yfir 50 atriði bættust við dagskrá tónlistarhátíðarinnar í dag.

091118-frickelust_1

Með lífstíðararmbönd á Airwaves

9 Nov 2018 Allt frá því að Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir David Fricke sem er ritstjóri hjá Rolling Stone og Leigh Lust sem hefur starfað í tónlistabransanum í þrjá áratugi verið fastagestir. Nú eru þeir með lífstíðararmbönd á hátíðina og voru heiðraðir við setningu hennar.

GDRN í Hafnarhúsinu í kvöld.

Airwaves fer vel af stað

7 Nov 2018 Tón­list­ar­hátíðin Ice­land Airwaves hófst í kvöld með tón­leik­um af ýms­um toga. Ljós­mynd­ar­i mbl.is fangaði stemn­ing­una á tón­leik­um GDRN sem haldnir voru í Hafnarhúsinu.

Mumford and sons luku hátíðinni í Valshöllinni í gærkvöldi.

Sviti og stuð á Airwaves

6 Nov 2017 Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi en mikið fjör var á tónleikum víðs vegar um höfuðborgina um helgina. Mumford & Sons áttu lokaorðið í Valshöllinni í gærkvöldi.

Mumford & Sons á sviðinu í kvöld.

Mumford rekur endahnútinn á Airwaves

5 Nov 2017 Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Mumford & Sons fara nú fram í Valshöllinni. Þeir eru lokahnykkurinn á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram í Valshöllinni í kvöld.

Tónleikagestir mæti snemma vegna vonskuveðurs

5 Nov 2017 Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hvetja þá sem ætla að sjá hljómsveitina Mumford & Sons í kvöld að mæta tímanlega enda veðurspáin mjög slæm. Tónleikarnir fara fram í Valshöllinni og verður húsið opnað kl. 18. Hljómsveitin mun hins vegar ekki stíga á svið fyrr en 22:30.

Robin Pecknold forsprakki Fleet Foxes á tónleikunum í Hörpu í kvöld.

Rokkrefir í Eldborgarsal

4 Nov 2017 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er í fullum gangi en tónlistarveislunni lýkur á morgun. Bandaríska hljómsveitin Fleet Foxes hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og lékuþar mörg af sínum þekktustu lögum, en tónleikar sveitarinnar eru einn af hápunktum hátíðarinnar.

Weather

Cloudy

Today

0 °C

Overcast

Later today

1 °C

Light rain

Tomorrow

6 °C