Er ég ósýnilegur?

Er ég ósýnilegur?
Sóley Dröfn Davíðsdóttir opnar sýningu sína Er ég ósýnilegur? í Norræna húsinu, föstudaginn 1. desember kl. 17:00.  Boðið er upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.  Sóley Dröfn Davíðsdóttir sýnir olíuverk sem flest eru máluð á götum Parísarborgar. Hún fékk hugmyndina þegar hún sá betlara í hverfinu sínu halda skilti á lofti sem á stóð „Er ég ósýnilegur?”. Þessum manni hafði hún líkt og aðrir skundað daglega framhjá og reynt að horfa í aðra átt. Með myndum sínum vill Sóley vekja athygli á tilveru þessa hóps, sameiginlegri ábyrgð okkar og umfram allt sýna þessi stórbrotnu andlit sem öll bera vott um erfiða ævi. Sýningin stendur yfir í anddyri Norræna hússins frá 1. desember 2017 - 2. janúar 2018. Aðgangur er ókeypis.  www.norraenahusid.is

INFORMATION

WHEN

This event has passed or has no registered occurrences.
The Nordic House}

VENUE

The Nordic House
Sturlugötu 5
101 Reykjavík

LOCATION