Hugljúfir jólatónleikar

Hugljúfir jólatónleikar

Hugljúfir jólatónleikar með norrænu ívafi í Norræna húsinu

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Catherine Maria Stankiewicz sellóleikari bjóða til hugljúfra jólatónleika með norrænu ívafi í Norræna húsinu. Flutt verða skandinavísk jólalög í útsetningum Gísla J. Grétarssonar og gamlir jólasálmar úr ýmsum áttum, í bland við barokk. Dagskráin er hugsuð sem íhugun og undirbúningur í aðdraganda jólahátíðar og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir eru 60 mínútur. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

INFORMATION

WHEN

This event has passed or has no registered occurrences.
The Nordic House}

VENUE

The Nordic House
Sturlugötu 5
101 Reykjavík

LOCATION