Jólahátíð barnanna

Jólahátíð barnanna
Verið öll hjartanlega velkomin á jólahátíð barnanna í Norræna húsinu 16. desember, kl: 11:00 – 17:00. Boðið verður upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Veitingastaðurinn AALTO Bistro verður opinn fyrir þá sem vilja fá sér hádegismat eða kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!    Dagskrá frá 11:00 – 17:00.
  • Jólaverkstæði í Black Box, föndur og fleira frá kl: 11:00 – 17:00.
  • Þrautabók barnanna. Uppgötvið Norræna húsið með nýrri og skemmtilegri þrautabók fyrir börn.  Lítil verðlaun fyrir alla sem taka þátt. kl: 11:00 and 12:00. Þrautabókin tekur aðeins 10-20 mín.
  • Upplestur (á íslensku) úr bókinni Jóladýrin eftir margverðlaunaða rithöfundinn Gerði Kristnýju. Barnabókasafnið kl. 13:00- 13:30.
  • Jólaleikritið; Týndu jólin með Þorra og Þuru (á íslensku). Fyrir 2ja ára og eldri. kl. 13:45 – 14:30 //UPPBÓKAÐ//vinsamlegast ath að jólaleikritið er því miður uppbókað en Þorri og Þura verða með okkur á jólaballinu sem byrjar kl. 15:00.
  • Jólaball með Þorra og Þuru. Kannski kemur jólasveininn í heimsókn!! Dönsum,  syngjum og leikum í hátíðarsal Norræna hússins kl. 15:00.
  • Jólamyndin; Solan og Ludvig, Jul í Flåklypa. Norsk bíómynd með íslensku tali um uppfinningarmann og vini hans. Lengd: 73 mín. Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.

INFORMATION

WHEN

This event has passed or has no registered occurrences.
The Nordic House}

VENUE

The Nordic House
Sturlugötu 5
101 Reykjavík

LOCATION