Music

Klassík í Vatnsmýrinni – Katrine Gislinge

Klassík í Vatnsmýrinni – Katrine Gislinge

18. október kl. 20:00 í Norræna húsinu  Flytjandi: Katrine Gislinge – einleikstónleikar á píanó Nánari upplýsingar verða birtar fljótlega Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á einleikarann annars vegar og kammertónlist hins vegar. Tónleikaröðin stendur auk þess fyrir norrænu og alþjóðlegu samstarfi og hefð er fyrir því að flytjendur kynni og fjalli um efnisskránna á tónleikunum. Á starfsárinu 2017 – 2018  eru fimm tónleikar, tvennir með erlendum gestum og þrennir með íslensku listafólki úr röðum félagsmanna FÍT. Aðgangseyrir á tónleikana er 2500 kr en 1500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT – klassískrar deildar FÍH. Sérstaklega er hvatt til aðsóknar ungs fólks með því að veita tónlistarnemum og öllum 20 ára og yngri ókeypis aðgang að tónleikunum. Miðasala á: www.norraenahusid.is og tix.is 

INFORMATION

WHEN

This event has passed or has no registered occurrences.
The Nordic House}

VENUE

The Nordic House
Sturlugötu 5
101 Reykjavík

LOCATION